Þúfan er áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa meðferð vegna fíknar í áfengi og/eða önnur vímuefni. Heimilið er rekið af almannaheillafélaginu Lítilli þúfu sem hefur gert leigusamning við Reykjavíkurborg um afnot af húsnæði við Snekkjuvog.

Öruggt skjól fyrir konur á batavegi

Tíu konur geta dvalið á heimilinu hverju sinni. Í húsinu er aðstaða fyrir börn kvennanna. Konurnar koma að eigin ósk á heimilið með það að markmiði að einbeita sér að breyttum lifnaðarháttum.

Miðað er við að hver kona dvelji að minnsta kosti þrjá mánuði á heimilinu.

Vinnum saman að betri framtíð

Einstaklings framlög

Starfsemin er fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum einstaklinga og lögaðila.

Kennitala: 500223-1460
Reikningsnúmer: 0515-14-007651

Betri framtíð

Lögð er áhersla á að veita konum, sem dvelja hjá Þúfunni stuðning í því uppbyggingarstarfi sem tekur við að lokinni áfengis- eða vímuefnameðferð.

Fylgst er með bata hverrar konur og hvert hún stefnir að lokinni dvöl á Þúfunni.

Heyrðu í okkur

Framkvæmdastjóri heimilisins er Erla Björg Sigurðardóttir. Að auki sinna ráðgjafar bakvöktum um helgar.

Einnig er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóst og síma á virkum dögum frá 09-14.