Öll áfengis- og vímuefnaneysla er óleyfileg. Ef bakslag verður, skal strax gera starfsmanni vart og yfirgefa húsið.
Veip eða reykingar eru ekki leyfðar innanhúss.
Mæta skal á húsfundi.
Mikilvægt er að konur sæki AA/NA eða annars konar bataúrræði þrisvar í viku í samráði við forstöðukonu.
Konur annast sjálfar þrif og matseld. Þrifið er eftir ákveðnu kerfi í sameiginlega rýminu, en konur sjá um að halda öllu hreinu og snyrtilegu í sínu herbergi.
Konur skulu ræstar kl. 8:00 og vera komnar á fætur og hafa snætt morgunverð fyrir kl. 9:00. Konur skulu vera komnar heim fyrir kl. 23:30. Ró þarf að vera komin á húsið kl. 22:00.
Heimsóknir eru leyfðar á laugar- og sunnudögum frá kl. 14:00 – 18:00. Sækja þarf um helgarleyfi/barnagistingu á föstudögum. Börn eru ávallt velkomin.
Konur skulu temja sér kurteisi, virðingu og hjálpsemi gagnvart öðrum heimiliskonum og starfsmönnum. Baktal og einelti er ekki liðið. Hver á að einbeita sér að sínum bata.
Skylda er að stunda þá eftirfylgni sem meðferð þeirra leggur til. Unnið skal að því að vera virk í meðferðarprógrami, endurhæfignu, námi eða vinnu í samráði við forstöðukonu.
Konur geri sér grein fyrir ferðum sínum og greiði leigu eigi einna en 1. virka dag mánaðar.
Tilgangur félagsins er að reka áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa meðferð vegna fíknar í áfengi og/eða önnur vímuefni. Starfsemi félagsins er fjármögnuð með styrkjum og frjálsum framlögum einstaklinga og lögaðila.
Markmiðið er að hjálpa konum sem eru á leið til bata og veita þeim aðhald og stuðning.
Á Þúfunni eru 6 einstaklingsherbergi og tvö tveggja manna herbergi.
Sara Karlsdóttir, formaður
Lára Ómarsdóttir, gjaldkeri
Sigþrúður Guðmundsdóttir, ritari
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Guðrún Magnúsdóttir
Fríða Bragadóttir, varamaður
Skoðunarmenn:
Arndís Kristleifsdóttir